um tríóið

Tríóið Hot Eskimos var stofnað árið 2010 af hljóðfæraleikurum úr ólíkum áttum. Þá langaði að taka íslensk rokk- og dægurlög frá hippatímanum til dagsins í dag, og máta við jazzformið. Útkoman varð svo óvænt og skemmtileg að þeir hljóðrituðu lögin sem komu síðan út á geisladisknum „Songs From the Top of the World“ í desember 2011. Diskurinn fékk frábærar viðtökur, hvort sem um var að ræða dóma gagnrýnenda eða hins almenna hlustanda, – sannarlega nýir og ferskir tónar á tónlistarsenunni á Fróni.

Tríóið lék á Jazzhátíð Reykjavikur haustið 2012
Hægt er að sjá alla Jazzhátíðarónleikana í Hörpunni á Youtube

Karl Olgeirsson : píanó    www.facebook.com/karl.olgeirsson
Jón Rafnsson : kontrabassi   www.jrmusic.is
Kristinn Snær Agnarsson : trommur    www.kiddi.is

http://www.facebook.com/hoteskimos
http://hoteskimos.wordpress.com/
Hot Eskimos á youtube