Fréttir / News

Tríóið Hot Eskimos hefur starfað frá haustinu 2010 og í tilefni af 10 ára starfsafmæli átti árið 2020 að verða mikið tónleikaár en sökum ástands í samfélaginu var öllum tónleikum frestað, en þeir verða að sjálfsögðu þegar mögulegt verður.

En það er alltaf hægt að gefa út tónlist og fyrsti diskurinn “Songs from the top of the world” sem kom út árið 2011 er kominn út á vinyl og fæst í Lucky Records (Rauðarárstíg), Hljómsýn (Ármúla), Smekkleysu (Skólavörðustíg), 12 tónum  (Skólavörðustíg) Reykjavik Record Shop (Klapparstíg) og www.plotubudin.is

Geisladiskarnir, “Songs from the top of the world” og “We ride Polar Bears” fást að sjálfsögðu á sömu stöðum.

En tríóið hefur samhliða þessu öllu, skipt um nafn og heitir núna DJÄSS og mun  innan skamms opna nýja og ferska heimasíðu, www.djäss.com