Fréttir / News

Tríóið Hot Eskimos hefur starfað frá haustinu 2010 og fagnar því 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Til stóð að halda nokkra tónleika í lok október og fram í nóvember, en mjög líklega þarf að fresta þeim sökum ástands í samfélaginu, a.m.k. þeim tónleikum sem áttu að vera í október.
En það er hægt að fagna á annan hátt, t.d. með því að gefa út tónlist og það erum  við einmitt að gera, því fyrsti diskurinn okkar “Songs from the top of the world” sem kom út árið 2011 er nú fáanlegur á vinyl.

Vinylplatan fæst nú þegar í Lucky Records á Rauðarárstíg og Hljómsýn í Ármúla og verður fljótlega fáanleg í flestum þeim verslunum sem selja tónlist, – upplýsingar um söluaðila birtast hér um leið og bætist í hópinn.

Geisladiskarnir, “Songs from the top of the world” og “We ride Polar Bears” fást að sjálfsögðu á sömu stöðum.

En tríóið mun samhliða þessu öllu, skipta um nafn og heitir núna DJÄSS.
Við segjum frekar frá ástæðu nafnbreytingarinnar hér fljótlega og munum einnig, innan skamms, opna nýja og ferska heimasíðu, www.djäss.com